Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 25-34 | Fram skellti Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. desember 2016 18:00 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/pjetur Framarar gerðu góða ferð til Akureyrar í dag þar sem þeir unnu níu marka sigur á Akureyringum, 25-34, í síðasta leik ársins í Olís-deild karla. Gestirnir lögðu grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og virtust mæta miklu betur undirbúnir til leiks en heimamenn. Liðin voru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti þegar kom að leiknum í dag og því ljóst að um gífurlega mikilvægan leik var að ræða. Segja má að Akureyringar hafi ekki mætt til leiks fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks en fyrstu mínútur leiksins einkenndust af lélegum sóknarleik heimamanna og frábærri frammistöðu Arnars Birkis Hálfdánssonar sem skoraði hvert markið á fætur öðru. Eftir tólf mínútna leik var staðan 3-10 fyrir gestina. Hreint ótrúleg byrjun. Þá tóku Akureyringar við sér, Tomas Olason lokaði markinu og náðu Akureyringar að minnka muninn í þrjú mörk, 8-11. Staðan í leikhléi var svo 10-15 fyrir Fram. Framarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og héldu Akureyringum allan tímann í hæfilegri fjarlægð. Ekki hjálpaði það Akureyringum þegar besti maður liðsins í vetur, Kristján Orri Jóhannsson, fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Lúðvík Arnkelssyni. Líklega réttur dómur þó um óviljaverk hafi verið að ræða. Úrslitin voru ráðin um þetta leyti en Framarar náðu mest tíu marka forskoti. Lokatölur 25-34 fyrir Fram og skilja þeir því Akureyringa eftir í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar.Guðmundur: Æðislegt að fara með sigur inn í hléið Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var í skýjunum með frammistöðu sinna manna í dag og hrósaði liðinu í hástert. „Þetta var frábær leikur, allt frá fyrstu mínútu. Strákarnir komu tilbúnir til leiks og þegar þeir standa svona saman er hægt að gera góða hluti. Við erum búnir að vera að ná stemningunni til baka hægt og rólega. Þegar hún næst, eins og hún gerði gegn Haukum og Val og svo núna þá er erfitt að eiga við okkur." Nú tekur við jólafrí og svo landsleikjahlé en næsti leikur Olís-deildarinnar er í byrjun febrúar. Hversu mikilvægt var að vinna síðasta leikinn fyrir hlé? „Það er æðislegt að fara með sigur inn í svona hlé. Það er hundleiðinlegt að fara með tap á bakinu í þetta langt hlé. Fyrir hópinn og okkur sem erum í kringum þetta er frábært að fá sigur og það gerir mikið fyrir andlega þáttinn," Framarar hafa verið upp og niður í vetur en eru með þrettán stig í sjöunda sæti. Guðmundur kveðst nokkuð sáttur með veturinn hingað til. „Ég er alveg sáttur. Ég hefði viljað vera með svona tveim stigum meira. Bæði ÍBV leikurinn og tveir leikir á móti Gróttu sem ég hefði viljað fá allavega stig út úr. Annars er ég bara sáttur," segir Guðmundur sem útilokar ekki að Framarar muni styrkja liðið þegar opnað verður fyrir félagaskipti. „Aldrei að vita. Ég bara veit það ekki. Ég þarf þess ekkert en það er alltaf gaman að breikka hópinn."Sverre: Gerðum eitthvað kolvitlaust í undirbúningnum Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var að vonum þungur á brún eftir að hafa horft upp á sitt lið mæta seint og illa til leiks. Hann vildi ekki skella skuldinni alfarið á leikmenn liðsins og segir þjálfarateymið líka þurfa að líta í eigin barm. „Þetta eru gífurleg vonbrigði. Ekki endilega úrslitin heldur hvernig við spiluðum þennan leik. Þetta snerist um að fara í stríð og við fórum í rauninni aldrei í þá orrustu. Að sjálfsögðu er óþolandi að sjá liðið mæta svona til leiks. Mér fannst Framararnir ákveðnari og betri á öllum sviðum handboltans til að byrja með." „Þá þurftum við að fara að elta og við vorum bara of langt á eftir þeim á of mörgum sviðum. Það er ekki bara leikmannanna heldur þurfum við þjálfararnir líka að taka þetta á okkur. Við höfum gert eitthvað kolvitlaust í undirbúningnum," segir Sverre. Hann segir það ekki vera neitt sérstaklega svekkjandi að tapa síðasta leik fyrir hlé. Það sé alltaf svekkjandi að tapa. Hann er engu að síður jákvæður fyrir framhaldinu. „Það eru ekki margar vikur síðan við vorum mörgum stigum og langt á eftir hinum liðunum. Við erum allavega komnir í smá pakka og höfum blásið í okkur lífi aftur. Það er það jákvæða og strákarnir munu alltaf fá hrós fyrir það. Það fór gífurleg vinna í það. Nú vitum við bara hver staðan er." „Það er bikarleikur eftir bikarleik í hverri einustu umferð og við þurfum að nýta tímann gríðarlega vel. Við horfum bjartir á framhaldið og þetta sýnir okkur að það þarf að vera mjög góður undirbúningur, andlega og líkamlega, fyrir hvern leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr leikjunum," segir Sverre. Akureyringar hófu tímabilið virkilega illa og voru langneðstir um tíma. Liðinu hefur tekist að fikra sig upp töfluna á undanförnum vikum, þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Akureyri fer engu að síður í jólafríið í næstneðsta sæti deildarinnar. „Maður vill alltaf vera sem hæst en miðað við hvernig staðan var og öll áföllin sem hafa dunið á okkur þá er ég að mörgu leyti sáttur við að vera ekki lengra frá hinum liðunum. Þetta er ekki búinn að vera eðlilegur vetur." „Við erum með bakið upp við vegg, eins og nokkur önnur lið, og menn þurfa að vera mjög andlega sterkir í þeirri baráttu. Það verður bara gaman og við höfum janúar til að vinna í okkar málum og hugsanlega fáum við fleiri menn inn í liðið okkar sem væri líka mjög jákvætt." Er Sverre að ýja að því að Akureyri leiti á leikmannamarkaðinn þegar félagaskiptaglugginn opnar? „Ég veit það ekki. Ég er aðallega að vonast eftir því að við fáum eitthvað af þeim mönnum sem við eigum inni, þeir sem eru meiddir. Þá kæmi aukin samkeppni um stöður og meiri breidd. Hvort við þurfum að fá nýja leikmenn veit ég ekki. Við höfum trú á okkar strákum en við gerum það sem við þurfum að gera," segir Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Sjá meira
Framarar gerðu góða ferð til Akureyrar í dag þar sem þeir unnu níu marka sigur á Akureyringum, 25-34, í síðasta leik ársins í Olís-deild karla. Gestirnir lögðu grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og virtust mæta miklu betur undirbúnir til leiks en heimamenn. Liðin voru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti þegar kom að leiknum í dag og því ljóst að um gífurlega mikilvægan leik var að ræða. Segja má að Akureyringar hafi ekki mætt til leiks fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks en fyrstu mínútur leiksins einkenndust af lélegum sóknarleik heimamanna og frábærri frammistöðu Arnars Birkis Hálfdánssonar sem skoraði hvert markið á fætur öðru. Eftir tólf mínútna leik var staðan 3-10 fyrir gestina. Hreint ótrúleg byrjun. Þá tóku Akureyringar við sér, Tomas Olason lokaði markinu og náðu Akureyringar að minnka muninn í þrjú mörk, 8-11. Staðan í leikhléi var svo 10-15 fyrir Fram. Framarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og héldu Akureyringum allan tímann í hæfilegri fjarlægð. Ekki hjálpaði það Akureyringum þegar besti maður liðsins í vetur, Kristján Orri Jóhannsson, fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Lúðvík Arnkelssyni. Líklega réttur dómur þó um óviljaverk hafi verið að ræða. Úrslitin voru ráðin um þetta leyti en Framarar náðu mest tíu marka forskoti. Lokatölur 25-34 fyrir Fram og skilja þeir því Akureyringa eftir í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar.Guðmundur: Æðislegt að fara með sigur inn í hléið Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var í skýjunum með frammistöðu sinna manna í dag og hrósaði liðinu í hástert. „Þetta var frábær leikur, allt frá fyrstu mínútu. Strákarnir komu tilbúnir til leiks og þegar þeir standa svona saman er hægt að gera góða hluti. Við erum búnir að vera að ná stemningunni til baka hægt og rólega. Þegar hún næst, eins og hún gerði gegn Haukum og Val og svo núna þá er erfitt að eiga við okkur." Nú tekur við jólafrí og svo landsleikjahlé en næsti leikur Olís-deildarinnar er í byrjun febrúar. Hversu mikilvægt var að vinna síðasta leikinn fyrir hlé? „Það er æðislegt að fara með sigur inn í svona hlé. Það er hundleiðinlegt að fara með tap á bakinu í þetta langt hlé. Fyrir hópinn og okkur sem erum í kringum þetta er frábært að fá sigur og það gerir mikið fyrir andlega þáttinn," Framarar hafa verið upp og niður í vetur en eru með þrettán stig í sjöunda sæti. Guðmundur kveðst nokkuð sáttur með veturinn hingað til. „Ég er alveg sáttur. Ég hefði viljað vera með svona tveim stigum meira. Bæði ÍBV leikurinn og tveir leikir á móti Gróttu sem ég hefði viljað fá allavega stig út úr. Annars er ég bara sáttur," segir Guðmundur sem útilokar ekki að Framarar muni styrkja liðið þegar opnað verður fyrir félagaskipti. „Aldrei að vita. Ég bara veit það ekki. Ég þarf þess ekkert en það er alltaf gaman að breikka hópinn."Sverre: Gerðum eitthvað kolvitlaust í undirbúningnum Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var að vonum þungur á brún eftir að hafa horft upp á sitt lið mæta seint og illa til leiks. Hann vildi ekki skella skuldinni alfarið á leikmenn liðsins og segir þjálfarateymið líka þurfa að líta í eigin barm. „Þetta eru gífurleg vonbrigði. Ekki endilega úrslitin heldur hvernig við spiluðum þennan leik. Þetta snerist um að fara í stríð og við fórum í rauninni aldrei í þá orrustu. Að sjálfsögðu er óþolandi að sjá liðið mæta svona til leiks. Mér fannst Framararnir ákveðnari og betri á öllum sviðum handboltans til að byrja með." „Þá þurftum við að fara að elta og við vorum bara of langt á eftir þeim á of mörgum sviðum. Það er ekki bara leikmannanna heldur þurfum við þjálfararnir líka að taka þetta á okkur. Við höfum gert eitthvað kolvitlaust í undirbúningnum," segir Sverre. Hann segir það ekki vera neitt sérstaklega svekkjandi að tapa síðasta leik fyrir hlé. Það sé alltaf svekkjandi að tapa. Hann er engu að síður jákvæður fyrir framhaldinu. „Það eru ekki margar vikur síðan við vorum mörgum stigum og langt á eftir hinum liðunum. Við erum allavega komnir í smá pakka og höfum blásið í okkur lífi aftur. Það er það jákvæða og strákarnir munu alltaf fá hrós fyrir það. Það fór gífurleg vinna í það. Nú vitum við bara hver staðan er." „Það er bikarleikur eftir bikarleik í hverri einustu umferð og við þurfum að nýta tímann gríðarlega vel. Við horfum bjartir á framhaldið og þetta sýnir okkur að það þarf að vera mjög góður undirbúningur, andlega og líkamlega, fyrir hvern leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr leikjunum," segir Sverre. Akureyringar hófu tímabilið virkilega illa og voru langneðstir um tíma. Liðinu hefur tekist að fikra sig upp töfluna á undanförnum vikum, þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Akureyri fer engu að síður í jólafríið í næstneðsta sæti deildarinnar. „Maður vill alltaf vera sem hæst en miðað við hvernig staðan var og öll áföllin sem hafa dunið á okkur þá er ég að mörgu leyti sáttur við að vera ekki lengra frá hinum liðunum. Þetta er ekki búinn að vera eðlilegur vetur." „Við erum með bakið upp við vegg, eins og nokkur önnur lið, og menn þurfa að vera mjög andlega sterkir í þeirri baráttu. Það verður bara gaman og við höfum janúar til að vinna í okkar málum og hugsanlega fáum við fleiri menn inn í liðið okkar sem væri líka mjög jákvætt." Er Sverre að ýja að því að Akureyri leiti á leikmannamarkaðinn þegar félagaskiptaglugginn opnar? „Ég veit það ekki. Ég er aðallega að vonast eftir því að við fáum eitthvað af þeim mönnum sem við eigum inni, þeir sem eru meiddir. Þá kæmi aukin samkeppni um stöður og meiri breidd. Hvort við þurfum að fá nýja leikmenn veit ég ekki. Við höfum trú á okkar strákum en við gerum það sem við þurfum að gera," segir Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti