Ekki bara neikvæðar upplifanir – frábær gagnrýni í National Geographic Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 16. desember 2016 14:03 Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun