Akstur Volvo bíla Uber bannaður eftir umferðarlagabrot Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 09:18 Volvoinn frá Uber ekur hér yfir á rauðu ljósi. Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent