Stór hluti vill rannsókn á eignum dómaranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Um 73 prósent svarenda vilja að hlutabréfaeign dómara verði rannsökuð. Traust til Hæstaréttar minnkar eftir fréttir af eignum forseta Hæstaréttar. Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira