Lögreglan minnkar eftirlit við Gullna hringinn Benedikt Bóas skrifar 16. desember 2016 07:00 Gullfoss í Klakaböndum með ferðamenn sér við hlið. Vísir/GVA „Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira