Vill að brugðist verði við offramleiðslunni Sveinn Arnarson skrifar 16. desember 2016 07:00 Afurðastöðvarnar segja ekki mikla framlegð í lambakjöti eins og staðan er í dag. Vísir/Pjetur Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira