Dregin úr flugvél Delta vegna frekju Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 14:20 Þeir sem fara ekki eftir reglum Delta um það hvenær og hvernig þeir mega stíga um borð í vélar þeirra eiga ekki von á góðu. Kona á leið milli Detroit og San Diego í Bandaríkjunum hélt að það væri í fínu lagi að stíga um borð áður en að hennar röð kom án þess að framvísa farmiða mun vafalaust ekki gera það aftur. Lögregla var fengin til að ná í hana um borð í vélina og þar sem hún neitaði að koma með laganna vörðum drógu þeir hana eftir ganginum og út úr vélinni að öllum farþegum vélarinnar aðsjáandi. Aðrir farþegar í flugvélinni höfðu tekið eftir frekju hennar og slæmum munnsöfnuði, en hún tékkaði sig ekki inn hjá því starfsfólki sem hleypur fólk um borð í vélina eftir sætaröð. Ekki batnaði munnsöfnuður hennar við lögregluna og því sáu þeir sér ekki annað fært en að fjarlægja hana frá borði með því að draga hana eftir endilangri vélinni og þar var ekki léttan farm að draga. Eftirá sagði konan að hún hefði viljað tryggja sér nægt pláss fyrir farangur sinn í geymslunum fyrir ofan sætin. Reglur Delta og annarra flugfélaga kveða hinsvegar á um að farþegar sýni miða sína áður en stigið er um borð og eru þeir skannaðir til að stemma af farþegafjölda og að réttir farþegar séu um borð. Við liggur að vara þurfi viðkvæma við að sjá myndskeiðið hér að ofan sem einn farþeganna tók af atganginum.Nánar um málið á bílavefnum Jalopnik. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þeir sem fara ekki eftir reglum Delta um það hvenær og hvernig þeir mega stíga um borð í vélar þeirra eiga ekki von á góðu. Kona á leið milli Detroit og San Diego í Bandaríkjunum hélt að það væri í fínu lagi að stíga um borð áður en að hennar röð kom án þess að framvísa farmiða mun vafalaust ekki gera það aftur. Lögregla var fengin til að ná í hana um borð í vélina og þar sem hún neitaði að koma með laganna vörðum drógu þeir hana eftir ganginum og út úr vélinni að öllum farþegum vélarinnar aðsjáandi. Aðrir farþegar í flugvélinni höfðu tekið eftir frekju hennar og slæmum munnsöfnuði, en hún tékkaði sig ekki inn hjá því starfsfólki sem hleypur fólk um borð í vélina eftir sætaröð. Ekki batnaði munnsöfnuður hennar við lögregluna og því sáu þeir sér ekki annað fært en að fjarlægja hana frá borði með því að draga hana eftir endilangri vélinni og þar var ekki léttan farm að draga. Eftirá sagði konan að hún hefði viljað tryggja sér nægt pláss fyrir farangur sinn í geymslunum fyrir ofan sætin. Reglur Delta og annarra flugfélaga kveða hinsvegar á um að farþegar sýni miða sína áður en stigið er um borð og eru þeir skannaðir til að stemma af farþegafjölda og að réttir farþegar séu um borð. Við liggur að vara þurfi viðkvæma við að sjá myndskeiðið hér að ofan sem einn farþeganna tók af atganginum.Nánar um málið á bílavefnum Jalopnik.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira