Volkswagen rafmagnsrúgbrauð 2019 Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 12:58 Volkswagen Budd-e. Bílatímaritið Autocar greinir frá því að einn af þeim 5 rafmagnsbílum sem Volkswagen ætlar að kynna áður en árið 2020 er liðið sé þessi BUDD-e Microbus og að líklega verði hann kominn í fjöldaframleiðslu árið 2019. Þessi bíll svipar svo mikið til gamla rúgbrauðsins að hægt væri að kalla hann rafmagnsrúgbrauð. Lengi hefur Volkswagen ýjað að arftaka rúgbrauðsins gamla og einn slíkur var kynntur sem tilraunabíll árið 2001, en hætt var við smíði hans árið 2005. Út frá honum kynnti Volkswagen Bulli tilraunabílinn, en ekki varð heldur af smíði hans. Þessi BUDD-e er 7 sæta bíll sem byggður er á sama undirvagni og tilraunabíllinn iD sem Volkswagen kynnti á bílasýningunni í París í september nýliðnum, en þó er lengra á milli öxla í þessum bíl. Rafhlöðurnar verða í gólfinu og þyngdarpunkturinn því lágur og innanrýmið flatt og mikið. Bíllinn verður afturhjóladrifinn, ef hann verður framleiddur og Autocar hefur rétt fyrir sér. Svo oft hefur Volkswagen reyndar hætt við smíði arftaka rúgbrauðsins að rétt er að sá örlitlum efasemdum um smíðina, en vonandi hefur tímaritið rétt fyrir sér. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bílatímaritið Autocar greinir frá því að einn af þeim 5 rafmagnsbílum sem Volkswagen ætlar að kynna áður en árið 2020 er liðið sé þessi BUDD-e Microbus og að líklega verði hann kominn í fjöldaframleiðslu árið 2019. Þessi bíll svipar svo mikið til gamla rúgbrauðsins að hægt væri að kalla hann rafmagnsrúgbrauð. Lengi hefur Volkswagen ýjað að arftaka rúgbrauðsins gamla og einn slíkur var kynntur sem tilraunabíll árið 2001, en hætt var við smíði hans árið 2005. Út frá honum kynnti Volkswagen Bulli tilraunabílinn, en ekki varð heldur af smíði hans. Þessi BUDD-e er 7 sæta bíll sem byggður er á sama undirvagni og tilraunabíllinn iD sem Volkswagen kynnti á bílasýningunni í París í september nýliðnum, en þó er lengra á milli öxla í þessum bíl. Rafhlöðurnar verða í gólfinu og þyngdarpunkturinn því lágur og innanrýmið flatt og mikið. Bíllinn verður afturhjóladrifinn, ef hann verður framleiddur og Autocar hefur rétt fyrir sér. Svo oft hefur Volkswagen reyndar hætt við smíði arftaka rúgbrauðsins að rétt er að sá örlitlum efasemdum um smíðina, en vonandi hefur tímaritið rétt fyrir sér.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira