Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00