Erlent

Talið að einn milljarður Yahoo-reikninga hafi verið hakkaður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Svo virðist sem að þeir sem hökkuðu sig inn á reikninga árið 2013 hafi komist yfir mun viðkvæmari notendaupplýsingar en í árásinni 2014.
Svo virðist sem að þeir sem hökkuðu sig inn á reikninga árið 2013 hafi komist yfir mun viðkvæmari notendaupplýsingar en í árásinni 2014. vísir/getty
Netfyrirtækið Yahoo tilkynnti í dag að það teldi að um einn milljarður notendareikninga hjá fyrirtækinu hefði verið hakkaður árið 2013. Er þetta í annað skiptið á tveimur árum sem Yahoo verður fyrir tölvuárás af þessu tagi en árið 2014 voru 500 milljónir reikninga hjá fyrirtækinu hakkaðar.

Svo virðist sem að þeir sem hökkuðu sig inn á reikninga árið 2013 hafi komist yfir mun viðkvæmari notendaupplýsingar en í árásinni 2014, meðal annars dulkóðaðar öryggisspurningar fólk. Yahoo hefur beðið alla notendur reikninga sem voru hakkaðir að breyta lykilorðum sínum og þá er fyrirtækið að ógilda allar öryggisspurningar.

Að því er fram kemur í frétt New York Times stóð til að fjarskiptafyrirtækið Verizon myndi kaupa kjarnastarfsemi Yahoo fyrir 4,8 milljarða dala. Í kjölfar þess að fyrri tölvuárásin kom upp sögðu stjórnendur Verizon að þeir myndu endursemja um viðskiptin en óljóst hvað þessar fregnir nú munu hafa á kaupin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×