Flokksleiðtogar missaga um milljarða í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 13:04 Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira