Flokksleiðtogar missaga um milljarða í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 13:04 Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira