Einar skýtur til baka á Loga Geirs sem vill að hann verði rekinn: „Horfi ekki á þennan þátt frekar en margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 11:45 Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður, telur að Stjarnan eigi að reka Einar Jónsson. vísir/stefán/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira