Guðni staðfestir framboð til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 11:07 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira