Námsárangur fór fram úr villtustu væntingum Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Börn í Reykjanesbæ standa mun betur að vígi en áður. Þrír af skólunum sex eru á topplistanum eftir samræmdu prófin í ár. „Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
„Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira