Ríkið greiðir hátt í 100 milljarða nái lífeyrisfrumvarp fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:45 Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent