Ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2016 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli. vísir/eyþór „Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við. Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Sjá meira
„Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við.
Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn