Svíinn Henrik Stenson var í dag útnefndur kylfingur ársins í Evrópu en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessa útnefningu.
Stenson átti frábært ár í golfinu en hann vann Opna breska mótið á mjög eftirminnilegan hátt. Hann var þá í mikilli rimmu við Phil Mickelson.
Þrem vikum áður hafði hann unnið BMW-mótið sterka.
Þó svo Stenson hefði verið að glíma við hnémeiðsli yfir árið þá var hann ellefu sinnum á meðal tíu efstu í þeim mótum sem hann tók þátt í.
Hann fékk líka silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó.

