Halldór Benjamín nýr framkvæmdastjóri SA Sæunn Gísladóttir skrifar 13. desember 2016 14:54 Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár. Mynd/Aðsend Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27