Ævintýrabragur á hlutunum en sögusviðið íslenskt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2016 10:15 "Það var mjög skemmtilegt að gera bókina. Ég var líka með svo gott samstarfsfólk,“ segir Eva Rún. Vísir/GVA Hvað gerist þegar hugarflugið verður að alvöru afli? Um það fjallar sagan Lukka og hugmyndavélin eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur. „Það er ævintýrabragur á hlutunum en samt er sögusviðið rammíslenskt,“ segir Eva Rún, rithöfundur og jógakennari, um nýja bók sína. „Ég ætla bókina einkum sjö til ellefu ára börnum. Mér finnst gaman að skrifa fyrir þann aldurshóp, ég hef verið að kenna honum ritlist og þekki það að krakkar á þessum aldri eru gríðarlega skapandi. Svo vita þeir líka svo margt,“ útskýrir hún og lýsir síðan efni bókarinnar lauslega. „Uppfinningastelpan Lukka er ekkert hress með að þurfa enn einu sinni að fara með foreldrum sínum og bróður í vinnuferð út á land. En hugarflug Lukku verður að alvöru afli þegar óvæntir atburðir gerast, eins og í rólega bænum Smáadal þar sem mörg hundruð kindur hverfa í skjóli nætur.“ Ein teikninganna í bókinni.Mynd/Logi Jes Kristjánsson Lukka og hugmyndavélin er ríkulega myndskreytt bók, þökk sé Loga Jes Kristjánssyni sem hefur fengist við að teikna frá unga aldri, er útskrifaður grafískur hönnuður úr bandarískum skóla en starfar nú hjá Ríkislögreglustjóra. „Við Logi erum félagar og vinir en erum að fást við ólíka hluti dags daglega, hann í löggunni og ég að kenna jóga. Samt bæði að reyna að bæta heiminn og eigum það sameiginlega áhugamál að búa til gott efni fyrir börn,“ segir Eva Rún. Myndirnar eru nostursamlegar pennateikningar og þær eru margar. „Við erum að reyna að ná til ungra lesenda sem eru vanir myndmáli en ekki farnir að leggja í stóru skáldsögurnar. Það er margt sem gerist í sögunni og myndirnar eiga að hjálpa börnum að halda athyglinni,“ segir Eva Rún sem kveðst þegar farin að leggja línurnar að framhaldi. Hún hefur farið milli skóla að undanförnu og lesið upp fyrir nemendur 1. til 4. bekkjar. „Börnin hlusta með mikilli eftirvæntingu og ég vel æsispennandi kafla enda er Lukka og hugmyndavélin spennubók,“ segir hún. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016. Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hvað gerist þegar hugarflugið verður að alvöru afli? Um það fjallar sagan Lukka og hugmyndavélin eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur. „Það er ævintýrabragur á hlutunum en samt er sögusviðið rammíslenskt,“ segir Eva Rún, rithöfundur og jógakennari, um nýja bók sína. „Ég ætla bókina einkum sjö til ellefu ára börnum. Mér finnst gaman að skrifa fyrir þann aldurshóp, ég hef verið að kenna honum ritlist og þekki það að krakkar á þessum aldri eru gríðarlega skapandi. Svo vita þeir líka svo margt,“ útskýrir hún og lýsir síðan efni bókarinnar lauslega. „Uppfinningastelpan Lukka er ekkert hress með að þurfa enn einu sinni að fara með foreldrum sínum og bróður í vinnuferð út á land. En hugarflug Lukku verður að alvöru afli þegar óvæntir atburðir gerast, eins og í rólega bænum Smáadal þar sem mörg hundruð kindur hverfa í skjóli nætur.“ Ein teikninganna í bókinni.Mynd/Logi Jes Kristjánsson Lukka og hugmyndavélin er ríkulega myndskreytt bók, þökk sé Loga Jes Kristjánssyni sem hefur fengist við að teikna frá unga aldri, er útskrifaður grafískur hönnuður úr bandarískum skóla en starfar nú hjá Ríkislögreglustjóra. „Við Logi erum félagar og vinir en erum að fást við ólíka hluti dags daglega, hann í löggunni og ég að kenna jóga. Samt bæði að reyna að bæta heiminn og eigum það sameiginlega áhugamál að búa til gott efni fyrir börn,“ segir Eva Rún. Myndirnar eru nostursamlegar pennateikningar og þær eru margar. „Við erum að reyna að ná til ungra lesenda sem eru vanir myndmáli en ekki farnir að leggja í stóru skáldsögurnar. Það er margt sem gerist í sögunni og myndirnar eiga að hjálpa börnum að halda athyglinni,“ segir Eva Rún sem kveðst þegar farin að leggja línurnar að framhaldi. Hún hefur farið milli skóla að undanförnu og lesið upp fyrir nemendur 1. til 4. bekkjar. „Börnin hlusta með mikilli eftirvæntingu og ég vel æsispennandi kafla enda er Lukka og hugmyndavélin spennubók,“ segir hún. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp