

Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa.
Skoppa og Skrítla snúa aftur eftir nokkurra ára hlé og efna til tónleikasýningar á aðventunni. Skoppa segir ýmislegt skemmtilegt á teikniborðinu og að söknuðurinn eftir sviðinu og krökkunum hafi borið þær ofurliði.
Þrjár stelpur sem toppuðu Hvannadalshnúk á fjallaskíðum segjast stoltar af sér. Þær hafi ekkert verið smeykar upp og að skemmtilegast hafi verið að renna sér niður.
Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum.
Vinir á Akureyri, annar tólf ára og hinn þrettán hafa hannað sína eigin fatalínu, sem þeir ætla að koma á markað. Þeir sjá um allt sjálfir og eru til dæmis mjög liðtækir við saumaskapinn og að sýna fötin sín á allskonar uppákomum.
Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur um allt land fimmtudaginn 24. apríl. Dagurinn hefur alltaf skipað stóran sess í hjarta landsmanna enda markar hann upphaf sumarsins, með sínum björtu sumarnóttum og eftirminnilegum ævintýrum, eftir langan og dimman vetur.
Opnun Build-A-Bear í Hagkaup Smáralind var ein sú stærsta í Evrópu. Rúmlega eitt þúsund manns mættu á opnunina og fengu hátt í þúsund bangsar hjarta í kroppinn þessa fyrstu helgi.
Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, átta ára Heiðabúi, hlaut hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta í dag fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar kransæð rofnaði hjá henni.
Þeir mega vera ánægðir með sig nemendurnir þrír í Vallaskóla á Selfossi, sem sigruðu Stóru upplestrarkeppnina í Árborg en keppt var á milli fjögurra skóla. Kennarar, þjálfari og skólastjóri eru að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir árangrinum.
VÆB æði hefur gripið yngri kynslóðina og öskudagsbúningar barnanna báru þess sannarlega merki í dag þar víða mátti sjá glitta í speglagleraugu og silfurklæði. Einnig sást til íkorna, Squid Game persóna og Donalds Trump í öskudagsfjöri.
„Viðbrögðin hafa verið frábær! Sýningin kallar fram undrun, hlátur og oft umræðu um hvernig við skynjum veruleikann. Krakkar og fullorðnir hafa bæði gaman af því að prófa sig áfram og uppgötva hvernig litir, form og ljós geta breytt upplifun okkar á heiminum.“ segir Þórunn Birna Úlfarsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Smáralind um sýninguna Sjónarspil sem sett hefur verið upp í verslunarmiðstöðinni.
Í Kópavogi stendur eitt glæsilegasta snjóhús landsins sem reist var af fjögurra ára strák. Hann vill alls ekki sofa í húsinu og er algjör reynslubolti þegar kemur að því að byggja hluti út snjó.
Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga.
Þeir eru góð hjartaðir fimmtán og sextán ára strákarnir í Hveragerði, sem hafa ákveðið að halda styrktartónleika fyrir „Sjóðinn góða“ á Suðurlandi, sem er fyrir þá sem minna mega sín í jólamánuðinum og yfir jólin. Nafn hljómsveitarinnar vekur sérstaka athygli.
Birgitta Haukdal ásamt Ljónsa frá Þjóðleikhúsinu, Sylvíu systur sinni og Sögu Júlíu dóttur sinni, fylltu Smáralindina af gestum um helgina þegar þau tróðu þar upp með skemmtidagskrá og kynningu á nýjum bókum.
Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin.
Seljaskóli og Ölduselsskóli tryggðu sér áfram í úrslit á þriðja og síðasta undanúrslitakvöldi Skrekks 2024 sem fram fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
Atriði Árbæjarskóla og Laugalækjarskóla komust áfram í úrslit á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
„Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda.
Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis.
Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad, tíu ára frá Akranesi, tók upp á því fyrir um tíu dögum síðan að teikna myndir af Akrafjalli sem hún gekk með á milli húsa og seldi á 200 krónur stykkið. Þetta gerði hún til styrktar Barnaspítala Hringsins og hafa nú safnast rúmlega 700 þúsund krónur.
Tvö þúsund Skátar leggja leið sína á Úlfljótsvan um helgina þar sem Landsmót Skáta fer fram. Ferðalangar koma meðal annars frá Hong Kong og Taívan og ætla ekki að láta rigninguna á sig fá.
Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best.
Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga.
Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga.
Kristín Erla Tryggvadóttir, frú Kristín, og tónlistarkonan Auður Linda, ALINA, eru konurnar á bak við Youtube-rásina Frú Kristín, þar sem þær búa til barnaefni á íslensku. Rásin er hugsuð fyrir yngsta aldurshópinn, 0-3 ára. Kristín og Auður voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hann er aðeins tólf ára en náði á dögunum að kasta fyrir níu pílna leik. Kári Vagn ætlar sér alla leið í sportinu.
Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina.
Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum.