Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 01:30 Þúsundir hafa flúið undan sókn stjórnarhersins. Vísir/AFP Fregnir hafa borist af umfangsmiklum fjöldamorðum á almennum borgurum í Aleppo í Sýrlandi. Varnir uppreisnar- og vígamanna í austurhluta borgarinnar hafa fallið saman á síðustu klukkustundum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir allan austurhluta borgarinnar nú í haldi stjórnarhers Bashar al-Assad og bandamanna hans. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til stjórnarhersins að verja almenna borgara. Hann tekur þó fram að SÞ hafi ekki staðfest fregnirnar. Samkvæmt Syrian Observatory for Human Rights hafa tugir verið teknir af lífi. Þar á meðal eru almennir borgarar, uppreisnar- og vígamenn og fjölskyldumeðlimir þeirra. Jan Egeland, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í kvöld að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn hennar í Rússlandi bæru ábyrgð á öllum ódæðum sem stjórnarherinn og bandamenn þeirra fremja í borginni. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Í vesturhluta borgarinnar, sem hefur ávalt verið undir stjórn stjórnvalda frá því að styrjöldin hófst í Sýrlandi, fara íbúar fagnandi um götur Aleppo. Þau fagna því að nú líti út fyrir að átökunum í borginni sé að ljúka.Celebrating SAA progress in Aleppo. pic.twitter.com/wbOVkespnT— Military Advisor (@miladvisor) December 12, 2016 Íbúar í austurhluta borgarinnar hafa hins vegar sent frá sér örvæntingarfull skilaboð í dag. Þau hafa kallað eftir því að alþjóðasamfélagið komi þeim til bjargar og lýst gífurlegum loftárásum og stórskotaliðsárásum sem hafa verið gerðar á borgina. Guardian segir frá því að loftárásirnar í dag (mánudag) hafi verið með þeim umfangsmestu á árinu. Einn hjúkrunarfræðingur sem Guardian ræddi við sagði föður sinn og bróður hafa dáið í stórskotaliðsárásum með nokkurra klukkustunda millibili í dag. Hún sagðist ekki geta flúið þar sem stjórnarliðar líti á hana sem hryðjuverkamann fyrir að hafa sinnt störfum sínum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Í frétt Guardian segir að margir íbúar Aleppo sem blaðamenn hafi rætt við á undanförnum mánuðum hafi ekki svarað skilaboðum til þeirra í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fregnir hafa borist af umfangsmiklum fjöldamorðum á almennum borgurum í Aleppo í Sýrlandi. Varnir uppreisnar- og vígamanna í austurhluta borgarinnar hafa fallið saman á síðustu klukkustundum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir allan austurhluta borgarinnar nú í haldi stjórnarhers Bashar al-Assad og bandamanna hans. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til stjórnarhersins að verja almenna borgara. Hann tekur þó fram að SÞ hafi ekki staðfest fregnirnar. Samkvæmt Syrian Observatory for Human Rights hafa tugir verið teknir af lífi. Þar á meðal eru almennir borgarar, uppreisnar- og vígamenn og fjölskyldumeðlimir þeirra. Jan Egeland, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í kvöld að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn hennar í Rússlandi bæru ábyrgð á öllum ódæðum sem stjórnarherinn og bandamenn þeirra fremja í borginni. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Í vesturhluta borgarinnar, sem hefur ávalt verið undir stjórn stjórnvalda frá því að styrjöldin hófst í Sýrlandi, fara íbúar fagnandi um götur Aleppo. Þau fagna því að nú líti út fyrir að átökunum í borginni sé að ljúka.Celebrating SAA progress in Aleppo. pic.twitter.com/wbOVkespnT— Military Advisor (@miladvisor) December 12, 2016 Íbúar í austurhluta borgarinnar hafa hins vegar sent frá sér örvæntingarfull skilaboð í dag. Þau hafa kallað eftir því að alþjóðasamfélagið komi þeim til bjargar og lýst gífurlegum loftárásum og stórskotaliðsárásum sem hafa verið gerðar á borgina. Guardian segir frá því að loftárásirnar í dag (mánudag) hafi verið með þeim umfangsmestu á árinu. Einn hjúkrunarfræðingur sem Guardian ræddi við sagði föður sinn og bróður hafa dáið í stórskotaliðsárásum með nokkurra klukkustunda millibili í dag. Hún sagðist ekki geta flúið þar sem stjórnarliðar líti á hana sem hryðjuverkamann fyrir að hafa sinnt störfum sínum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Í frétt Guardian segir að margir íbúar Aleppo sem blaðamenn hafi rætt við á undanförnum mánuðum hafi ekki svarað skilaboðum til þeirra í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira