Enginn fær umboð frá Guðna Þorgeir Helgason skrifar 13. desember 2016 07:15 Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær. Þeir höfðu haft umboðið í tíu daga en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vísir/Stefán Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent