Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 18:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26