Aukið álag á heilbrigðiskerfið vegna vaxandi ferðamennsku Hrönn Garðarsdóttir og Jón H. H. Sen skrifar 13. desember 2016 07:00 Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun