Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2016 14:38 Jóhann Jóhannsson hefur meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlotið Golden Globe-verðlaunin eftirsóttu. Mynd/Jónatan Grétarsson Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni. Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein