

Það eru bara tíu dagar til jóla og eflaust einhverjir byrjaðir að pakka inn jólagjöfunum. Í dag ætla þau Hurðaskellir og Skjóða að kenna okkur að búa til fallega merkimiða til að setja á pakkana.
Hefur þið ekki alltaf dreymt um að búa til jólaskraut sem er með mynd af þér? Þess vegna er hér kennd einföld leið til að færa myndir yfir á tréplatta.
Það er mikil spenna í Grýluhelli í dag enda fyrsti jólasveinninn á leiðinni til byggða í nótt. Hurðaskellir og Skjóða bregða þó ekki frá vananum og föndra með ykkur ellefta daginn í röð.
Í dag ætla Hurðaskellir og Skjóða að kenna ykkur að senda rafræna jólakveðju til vina og fjölskyldu sem eru kannski langt í burtu og þið náið ekki að hitta fyrir jólin. Eða þau ætla að reyna að kenna ykkur það, þeim gengur ekkert allt of vel sjálfum.
Skjóða ákveður að beita sínum spádómsgáfum og býr til gogg sem spáir því hvað þú færð í jólagjöf.