Fótbolti

Bayern nýtti sér mistök Leipzig og fór á toppinn | Reus reddaði Dortmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bayern München er komið á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á Wolfsburg á Allianz Arena í dag.

Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern og þeir Arjen Robben, Thomas Müller og Douglas Costa sitt markið hver. Þetta var fyrsta mark Müllers á tímabilinu en þessi mikli markaskorari hefur verið ískaldur í vetur.

Bayern er með 33 stig, jafn mörg og Red Bull Leipzig en betri markatölu.

Spútniklið Leipzig tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar það laut í gras fyrir Ingolstadt, 1-0, á útivelli. Með sigrinum komst Ingolstadt úr botnsæti deildarinnar.

Marco Reus bjargaði stigi fyrir Borussia Dortmund þegar hann jafnaði metin gegn Köln á 90. mínútu. Lokatölur 1-1. Dortmund er í 6. sæti deildarinnar en Köln í því sjöunda.

Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Hamburg á útivelli. Alfreð er meiddur í nára og spilar væntanlega ekkert fyrr en á næsta ári.

Þá vann Freiburg 1-0 sigur á Darmstadt á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×