Mjölnismaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn annan atvinnubardaga í MMA í kvöld. Bjarki berst á FightStar 8 bardagakvöldinu í London.
Bjarki Þór mætir Englendingi að nafni Alan Proctor en þetta verður fyrsti atvinnubardagi hans. Bardaginn fer fram í veltivigt og verður þriðji síðasti bardagi kvöldsins.
Bjarki Þór barðist síðast í júlí þar sem hann valtaði yfir andstæðinginn á aðeins 23 sekúndum. Það var hans fyrsti atvinnubardagi en áður hafði hann orðið Evrópumeistari áhugamanna í MMA.
Síðustu tvær vikur hefur Bjarki æft hjá SBG bardagaklúbbnum í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh, yfirþjálfara Gunnars Nelson og Conor McGregor. Bjarki tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara en hann var ólmur í að ná einum bardaga í viðbót áður en árið er úti og stökk því á tækifærið.
Bardaganum verður streymt í beinni á Facebook síðu Bjarka Þórs en talið er að bardagi hans byrji kl 20-21 í kvöld.
Bjarki Þór berst í London í kvöld
Pétur Marinó Jónsson skrifar
Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn




