
Hrafnhildur með sitt fimmta Íslandsmet á HM en komst ekki í úrslit
Hrafnhildur varð í sjöunda sæti í sínum riðli á nýju Íslandsmeti en hún varð þá sú fyrsta til að synda 100 metra bringusund á undir 1:06 mín.
Hrafnhildur kom í mark á 1:05,67 mín. og bætti Íslandsmet sitt frá því fyrr í dag um 39 hundraðshluta sem er heilmikil bæting. Hún hefði þurft að synda á 1:05,20 mín. til að komast í úrslit.
Hrafnhildur var með fjórtánda besta tímann í undanrásunum þegar hún bætti sitt eigið Íslandsmet frá Íslandsmeistaramótinu 2015 með því að koma í mark á 1:06,06 mín.
Hrafnhildur synti á fyrstu braut í fyrri riðlinum. Hún var í fimmta sæti eftir fyrstu 50 metrana sem hún synti á 31,05 sekúndum en hún hafði synt fyrstu 50 metrana á 31,73 sekúndum fyrr um daginn. Hrafnhildur datt niður um tvö sæti á síðari 50 metrunum.
Hrafnhildur hefur sett fimm Íslandsmet í þeim þremur einstaklingsgreinum sem hún hefur tekið þátt á HM, tvö í 50 metra bringusundi, tvö í 100 metra bringusundi og eitt í 100 metra fjórsundi.
Hrafnhildur hefur náð hæst í 11. sæti í 100 metra fjórsundi en hún varð í 13. sæti í 50 metra bringusundi og svo í 14. sætinu í 100 metra bringusundinu.
Tengdar fréttir

Hrafnhildur og Bryndís báðar í undanúrslit | Svona gekk þetta fyrir sig á HM í dag
Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma.

Bryndís Rún í undanúrslit
Komst áfram í 50 m flugsundi á HM í Kanada nú síðdegis.

Hrafnhildur aftur í undanúrslit
Keppir í nótt í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í Kanada.

Hrafnhildur með sitt fjórða Íslandsmet á HM í sundi | Komst í undanúrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi í undanrásum á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada.

Íslandsmet hjá Hrafnhildi í fyrsta sundi | Komst í undanúrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, synti fyrst Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í dag í Windsor í Kanada.

Nýtt Íslandsmet dugði Hrafnhildi ekki til að komast í úrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.

Annað Íslandsmet hjá Hrafnhildi
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi öðru sinni á HM í 25 metra laug í nótt.