60% Bandaríkjamanna vita ekki af tilvist rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 10:37 Chevrolet Bolt. Rafmagnsbílar seljast í hlutfallslega litlu magni í Bandaríkjunum og rafmagnsbílaeign þar er langt á eftir Evrópu. Þessi staðreynd kemur ef til vill ekki mikið á óvart í ljósi niðurstaðna könnunar þar vestra sem leiddi í ljós að 60% Bandaríkjamanna þekkja einfaldlega ekki til rafmagnsbíla. Í þessari könnun voru 2.500 manns spurðir og þar kom einnig í ljós að 80% þeirra hafði aldrei komið í rafmagnsbíl, hvað þá ekið slíkum bílum. Mjög margir aðspurðra ætla ekki að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl og nefna helst hátt verð þeirra, fáar hleðslustöðvar og hættu á að verða rafmagnslausir á þjóðvegunum. Engu að síður voru 10% aðspurðra að hugleiða að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl. Af þeim sem höfðu prófað rafmagnsbíl voru 60% aðspurðra mjög hrifnir af þeim, en aðeins 8% ekki hrifnir. Í aldursflokknum 25-34 ára ætluðu 18% aðspurðra að kaupa sér næst rafmagnsbíl, svo öll nótt er ekki úti fyrir rafmagnsbílaframleiðendur í Bandaríkjunum og greinilega rétt að höfða sem mest til ungu kynslóðarinnar. Um 3% aðspurðra áttu rafmagnsbíl. Í könnuninni kom einnig í ljós að 35.000 dollarar var það verð sem fólk er tilbúið að greiða fyrir rafmagnsbíl og helst ekki hærra. Það er á pari við bæði tilvonandi Model 3 bíl Tesla og Chevrolet Bolt bílinn sem er nú af renna af færiböndum Chevrolet. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent
Rafmagnsbílar seljast í hlutfallslega litlu magni í Bandaríkjunum og rafmagnsbílaeign þar er langt á eftir Evrópu. Þessi staðreynd kemur ef til vill ekki mikið á óvart í ljósi niðurstaðna könnunar þar vestra sem leiddi í ljós að 60% Bandaríkjamanna þekkja einfaldlega ekki til rafmagnsbíla. Í þessari könnun voru 2.500 manns spurðir og þar kom einnig í ljós að 80% þeirra hafði aldrei komið í rafmagnsbíl, hvað þá ekið slíkum bílum. Mjög margir aðspurðra ætla ekki að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl og nefna helst hátt verð þeirra, fáar hleðslustöðvar og hættu á að verða rafmagnslausir á þjóðvegunum. Engu að síður voru 10% aðspurðra að hugleiða að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl. Af þeim sem höfðu prófað rafmagnsbíl voru 60% aðspurðra mjög hrifnir af þeim, en aðeins 8% ekki hrifnir. Í aldursflokknum 25-34 ára ætluðu 18% aðspurðra að kaupa sér næst rafmagnsbíl, svo öll nótt er ekki úti fyrir rafmagnsbílaframleiðendur í Bandaríkjunum og greinilega rétt að höfða sem mest til ungu kynslóðarinnar. Um 3% aðspurðra áttu rafmagnsbíl. Í könnuninni kom einnig í ljós að 35.000 dollarar var það verð sem fólk er tilbúið að greiða fyrir rafmagnsbíl og helst ekki hærra. Það er á pari við bæði tilvonandi Model 3 bíl Tesla og Chevrolet Bolt bílinn sem er nú af renna af færiböndum Chevrolet.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent