Kostnaður vegna ölvunarslysa fjórfaldast sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:14 Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Allt stefnir í að kostnaður vegna umferðarslysa af völdum aksturs undir áhrifum áfengis fari yfir þrjá milljarða í ár og muni rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2015 og 2016. Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Kostnaðurinn er nú kominn í 2,7 milljarða samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir vísbendingar um að fylgni sé á milli góðæris og ölvunaraksturs. Hann hvetur fólk til að verða sér úti um áfengismæla. „Við erum að sjá ákveðið samhengi við þetta skilgreinda góðæri. Við eigum síðan eftir að sjá hvort sagan skrifi þetta sem góðæri eða hvað, en það virðist vera,“ sagði Einar Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þörf sé á aukinni fræðslu og vitundarvakningu. „Þetta er langtímaverkefni að ala okkur upp. Það getur tekið einhverjar kynslóðir að hamra það svolítið inn í hausinn á okkur að þegar þú ert búinn að fá þér eitt glas þá er ekki í lagi að keyra á næstu klukkutímum,“ segir hann. „Ég vil í raunninni að það gerist að það hringi bara bjöllum í höfði hvers og eins þegar einhver ætlar að fara af stað eftir neyslu að láta þetta ekki gerast vegna þess að afleiðingarnar eru svo brjálæðislegar. Hérna erum við bara að skoða einhvern kostnað en sorgirnar og skerðing á lífsgæðum og allt þetta er ómælt.“ Í könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 29 prósent aðspurðra láta það oft, stundum eða sjaldan gerast að þeir aki eftir að hafa drukkið eitt glas af áfengum drykk. Eitt prósent sagðist hafa gert það oft á síðustu sex mánuðum, fimm prósent stundum og 23 prósent sjaldan. 71 prósent sögðust aldrei gera það. Viðtalið við Einar Magnús má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira