Fólk skilur ekki af hverju Retro Stefson er að hætta Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:35 Retro Stefson á æfingu fyrir lokatónleikana. Vísir/Ernir Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira