Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 08:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigmundar í Morgunblaðinu í dag sem nær yfir hálfa aðra blaðsíðu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í Panama-málunum svonefndu.SDG-RÚV hópurinn Sigmundur Davíð rekur í greininni kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Hann segir að innan RÚV sé hópur fólks sem hafi sterkar skoðanir á pólitík og samfélagsmálum og sé ófeiminn við að sýna það í störfum þeirra. Þann hóp hafi hann kallað SDG-RÚV-hópinn, en segist láta það nægja að tala um RÚV í grein sinni til einföldunar. „Fólk sem lendir í því að stofnunin taki afstöðu gegn því má sín yfirleitt ekki mikils. Það er ekki aðeins vegna þess að RÚV getur stýrt túlkuninni og mótað afstöðu með því að beita öllu frá fréttum að skemmtiefni. Þeir sem voga sér að gera athugasemd eiga líka á hættu að kalla yfir sig enn meiri neikvæða umfjöllun því viðbrögðin eru oft þau að bæta í til að reyna að réttlæta fyrri ásakanir og sýna að meðferðin á viðkomandi hafi ekki verið tilhæfulaus. Við þessar aðstæður er ekki að undra að margir veigri sér við því að standa á rétti sínum,“ segir Sigmundur.Gögnum skammtað af dularfullum mönnum í útlöndum Þá segir hann að þrátt fyrir ofangreina hættu á refsingum geti hann ekki annað en gert athugasemdir við að RÚV skuli hafa „stigið það skref að leita samráðs við utanaðkomandi og erlenda aðila um að steypa ríkisstjórn Íslands af stóli.“ Sigmundur vísar þar til umfjöllunar Kastljóss um Panama-skjölin en hann segir þáttinn hafa verið auglýstan dagana á undan líkt og um glæpamynd væri að ræða. „Eins og fram hefur komið voru væntingarnar það miklar eða samstarfið það gott að mótmæli voru undirbúin og skipulögð dagana áður en þátturinn var sýndur,“ segir hann. „Þátturinn byggðist að sögn þeirra sem að honum komu á margra mánaða undirbúningsvinnu og gögnum sem sjónvarpsmönnum var skammtað af einhverjum dularfullum mönnum í útlöndum. Með fylgdu spurningar sem átti að spyrja. Úr þessu var búin til óskiljanleg moðsuða sem gekk út á að gefa til kynna að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu framið afbrot með því að fela eignir í skattaskjólum.“ Segir hann að ýmiss konar þvættingi hafi verið blandað inn í frásögnina og loks stuðst við falsað viðtal við sig. Viðtalið hafi verið skipulagt, tekið á fölskum forsendum og klippt sundur og úr samhengi auk þess sem svörtum filter og tæknibrellum hafi verið beitt í ofanálag. Það hafi að öllu leyti verið byggt á hreinni lygi af hálfu starfsmanna og samstarfsmanna RÚV. Sigmundur segir skýringar og staðreyndir engu máli hafa skipt í þessu máli og segir RÚV og „samverkamenn“ hafa reynt að mata erlenda fjölmiðla með upplýsingum til þess eins að reyna að beita þeim fyrir sig í íslenskri pólitík.Enginn vafi um hver var skotmarkið „Eftir því sem frá leið þurfti enginn að efast um hvert væri megin skotmarkið. Þegar ég hafði stigið til hliðar hvarf skyndilega allur áhugi á Panama-skjölunum og því hvaða nöfn hefðu birst þar og hvers vegna. Við tóku áhyggjur nokkurra RÚV-aktívista af því að ég kynni að halda áfram í stjórnmálum. Þær áhyggjur leyndu sér ekki á mannamótum og samfélagsmiðlum. Eftir fylgdu afar sérstæð afskipti í málefnum Framsóknarflokksins, köllum það einlægan áhuga. Sá áhugi birtist m.a í beinum útsendingum frá hverjum Framsóknarfundinum á eftir öðrum.“Reiðubúin til að fórna miklu fyrir samfélagið Sigmundur segir Önnu Sigurlaugu, eiginkonu sína, alla tíð hafa sýnt einbeittan vilja til að standa skil á sínu og hafa sýnt að hún hafi verið reiðubúin til að fórna eins miklu og þurfa þætti svo samfélagið komist á réttan kjöl, en að þrátt fyrir það hafi hún jafnframt orðið fyrir barðinu á SDG-RÚV hópnum. Spyr Sigmundur að lokum, en tekur fram að flestir viti líklega svarið við spurningunni: Ert þú reiðubúinn til að biðja mig afsökunar fyrir hönd Ríkisútvarpsins og ef ekki mig þá eiginkonu mína, konu sem átti svo sannarlega ekki skilið að fá þá meðferð sem hún hlaut af hálfu Ríkisútvarpsins á árinu 2016. Fjölmiðlar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigmundar í Morgunblaðinu í dag sem nær yfir hálfa aðra blaðsíðu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í Panama-málunum svonefndu.SDG-RÚV hópurinn Sigmundur Davíð rekur í greininni kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Hann segir að innan RÚV sé hópur fólks sem hafi sterkar skoðanir á pólitík og samfélagsmálum og sé ófeiminn við að sýna það í störfum þeirra. Þann hóp hafi hann kallað SDG-RÚV-hópinn, en segist láta það nægja að tala um RÚV í grein sinni til einföldunar. „Fólk sem lendir í því að stofnunin taki afstöðu gegn því má sín yfirleitt ekki mikils. Það er ekki aðeins vegna þess að RÚV getur stýrt túlkuninni og mótað afstöðu með því að beita öllu frá fréttum að skemmtiefni. Þeir sem voga sér að gera athugasemd eiga líka á hættu að kalla yfir sig enn meiri neikvæða umfjöllun því viðbrögðin eru oft þau að bæta í til að reyna að réttlæta fyrri ásakanir og sýna að meðferðin á viðkomandi hafi ekki verið tilhæfulaus. Við þessar aðstæður er ekki að undra að margir veigri sér við því að standa á rétti sínum,“ segir Sigmundur.Gögnum skammtað af dularfullum mönnum í útlöndum Þá segir hann að þrátt fyrir ofangreina hættu á refsingum geti hann ekki annað en gert athugasemdir við að RÚV skuli hafa „stigið það skref að leita samráðs við utanaðkomandi og erlenda aðila um að steypa ríkisstjórn Íslands af stóli.“ Sigmundur vísar þar til umfjöllunar Kastljóss um Panama-skjölin en hann segir þáttinn hafa verið auglýstan dagana á undan líkt og um glæpamynd væri að ræða. „Eins og fram hefur komið voru væntingarnar það miklar eða samstarfið það gott að mótmæli voru undirbúin og skipulögð dagana áður en þátturinn var sýndur,“ segir hann. „Þátturinn byggðist að sögn þeirra sem að honum komu á margra mánaða undirbúningsvinnu og gögnum sem sjónvarpsmönnum var skammtað af einhverjum dularfullum mönnum í útlöndum. Með fylgdu spurningar sem átti að spyrja. Úr þessu var búin til óskiljanleg moðsuða sem gekk út á að gefa til kynna að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu framið afbrot með því að fela eignir í skattaskjólum.“ Segir hann að ýmiss konar þvættingi hafi verið blandað inn í frásögnina og loks stuðst við falsað viðtal við sig. Viðtalið hafi verið skipulagt, tekið á fölskum forsendum og klippt sundur og úr samhengi auk þess sem svörtum filter og tæknibrellum hafi verið beitt í ofanálag. Það hafi að öllu leyti verið byggt á hreinni lygi af hálfu starfsmanna og samstarfsmanna RÚV. Sigmundur segir skýringar og staðreyndir engu máli hafa skipt í þessu máli og segir RÚV og „samverkamenn“ hafa reynt að mata erlenda fjölmiðla með upplýsingum til þess eins að reyna að beita þeim fyrir sig í íslenskri pólitík.Enginn vafi um hver var skotmarkið „Eftir því sem frá leið þurfti enginn að efast um hvert væri megin skotmarkið. Þegar ég hafði stigið til hliðar hvarf skyndilega allur áhugi á Panama-skjölunum og því hvaða nöfn hefðu birst þar og hvers vegna. Við tóku áhyggjur nokkurra RÚV-aktívista af því að ég kynni að halda áfram í stjórnmálum. Þær áhyggjur leyndu sér ekki á mannamótum og samfélagsmiðlum. Eftir fylgdu afar sérstæð afskipti í málefnum Framsóknarflokksins, köllum það einlægan áhuga. Sá áhugi birtist m.a í beinum útsendingum frá hverjum Framsóknarfundinum á eftir öðrum.“Reiðubúin til að fórna miklu fyrir samfélagið Sigmundur segir Önnu Sigurlaugu, eiginkonu sína, alla tíð hafa sýnt einbeittan vilja til að standa skil á sínu og hafa sýnt að hún hafi verið reiðubúin til að fórna eins miklu og þurfa þætti svo samfélagið komist á réttan kjöl, en að þrátt fyrir það hafi hún jafnframt orðið fyrir barðinu á SDG-RÚV hópnum. Spyr Sigmundur að lokum, en tekur fram að flestir viti líklega svarið við spurningunni: Ert þú reiðubúinn til að biðja mig afsökunar fyrir hönd Ríkisútvarpsins og ef ekki mig þá eiginkonu mína, konu sem átti svo sannarlega ekki skilið að fá þá meðferð sem hún hlaut af hálfu Ríkisútvarpsins á árinu 2016.
Fjölmiðlar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira