Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Þorgeir Helgason skrifar 29. desember 2016 07:00 Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messinn í miðbæ Reykjavíkur. vísir/daníel „Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira