Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 20:34 Ákveðnir uppreisnarhópar hafa fengið sérstök vopn gegn skriðdrekum frá Bandaríkjunum. Vísir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58
Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22
Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56