Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 20:34 Ákveðnir uppreisnarhópar hafa fengið sérstök vopn gegn skriðdrekum frá Bandaríkjunum. Vísir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58
Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22
Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56