Afturelding er komið í úrslit Flugfélags Íslands bikarsins í handbolta eftir sigur á Val, 25-23, í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og staðan í hálfleik var 10-10.
Valsmenn skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleik en Mosfellingar svöruðu með 6-2 kafla. Valur jafnaði metin í tvígang um miðjan seinni hálfleik en þá gaf Afturelding aftur í og seig fram úr.
Lokatölur 25-23, Aftureldingu í vil. Mosfellingar mæta annað hvort Haukum eða FH í úrslitaleiknum á morgun.
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Elvar Ásgeirsson sex.
Anton Rúnarsson og Ýmir Örn Gíslason skoruðu sex mörk hvor fyrir Val.
Mörk Aftureldingar:
Árni Bragi Eyjólfsson 7/3, Elvar Ásgeirsson 6/1, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 5, Hrafn Ingvarsson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Gunnar Þórsson 1, Pétur Júníusson 1.
Mörk Vals:
Anton Rúnarsson 6/4, Ýmir Örn Gíslason 6, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Vignir Stefánsson 3, Sturla Magnússon 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Orri Freyr Gíslason 1.
Mosfellingar sigu fram úr undir lokin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1
Fleiri fréttir
