Atli nýr framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku Sæunn Gísladóttir skrifar 27. desember 2016 14:53 Atli Freyr Einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra DHL Express í Danmörku. Hann hóf störf hjá DHL á Íslandi sem bílstjóri árið 1997. Atli Freyr Einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra DHL Express í Danmörku. Hann hóf störf hjá DHL á Íslandi sem bílstjóri árið 1997 segir í tilkynningu. Atli Freyr Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku. DHL Express í Danmörku er 500 manna fyrirtæki sem veltir árlega 9 milljörðum króna. Fyrirtækið er eitt það allra stærsta á hraðflutningsmarkaði í Skandinavíu. Atli Freyr tekur til starfa hjá danska fyrirtækinu 1. janúar 2017. Atli hefur unnið allan sinn starfsferil innan DHL og sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi síðastliðin sex ár. Saga Atla Freys innan DHL á Íslandi er um margt áhugaverð. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem bílstjóri árið 1997. Meðfram háskólanámi vann hann í útkeyrslu og í þjónustudeild í hlutastarfi. Eftir útskrift úr háskóla færði hann sig yfir í söludeild fyrirtækisins og var gerður að sölu- og markaðsstjóra árið 2005. Frá og með árinu 2010 hefur Atli gengt stöðu framkvæmdastjóra DHL Express Íslandi. Staða DHL á Íslandi hefur verið sterk og markaðshlutdeild þeirra framúrskarandi. Sérstaklega hefur tekist vel til við að snúa erfiðri stöðu eftir hrun fyrirtækinu í vil. „Þetta er auðvitað mikil áskorun en umfram allt skemmtilegt tækifæri sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Atli Freyr. DHL á Íslandi hafi gengið vel og náð markmiðum sínum á hörðum samkeppnismarkaði. Þekkingin á flutningamarkaðnum væri mjög góð og samkeppnishæf við það besta sem gerist erlendis.Flutningsnet DHL nær til yfir 220 landaDHL er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í flutningaþjónustu og er gjarnan nefnt „Flutningsfyrirtæki heimsins“. Sérfræðiþekking fyrirtækisins liggur einkum í alþjóðahraðflutningum og miðlun flug- og sjófraktar, landflutningum og vörustjórnun. Flutningsnet DHL, sem nær til yfir 220 landa og svæða og 310 þúsund starfsmanna um allan heim, veitir viðskiptavinum yfirburðagæði í þjónustu og þekkingu á heimamörkuðum og tekur tillit til margbreytilegra þarfa hvers svæðis. DHL tekur samfélagslega ábyrgð alvarlega og styrkir umhverfisvernd, neyðaraðstoð og menntun víðsvegar um heiminn. Ekki hefur verið ráðið í framkvæmdastjórastöðuna á Íslandi að svo stöddu en gengið verður frá ráðningu í upphafi nýs árs. Atli Freyr er kvæntur Önnu Svandísi Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Ráðningar Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Atli Freyr Einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra DHL Express í Danmörku. Hann hóf störf hjá DHL á Íslandi sem bílstjóri árið 1997 segir í tilkynningu. Atli Freyr Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku. DHL Express í Danmörku er 500 manna fyrirtæki sem veltir árlega 9 milljörðum króna. Fyrirtækið er eitt það allra stærsta á hraðflutningsmarkaði í Skandinavíu. Atli Freyr tekur til starfa hjá danska fyrirtækinu 1. janúar 2017. Atli hefur unnið allan sinn starfsferil innan DHL og sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi síðastliðin sex ár. Saga Atla Freys innan DHL á Íslandi er um margt áhugaverð. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem bílstjóri árið 1997. Meðfram háskólanámi vann hann í útkeyrslu og í þjónustudeild í hlutastarfi. Eftir útskrift úr háskóla færði hann sig yfir í söludeild fyrirtækisins og var gerður að sölu- og markaðsstjóra árið 2005. Frá og með árinu 2010 hefur Atli gengt stöðu framkvæmdastjóra DHL Express Íslandi. Staða DHL á Íslandi hefur verið sterk og markaðshlutdeild þeirra framúrskarandi. Sérstaklega hefur tekist vel til við að snúa erfiðri stöðu eftir hrun fyrirtækinu í vil. „Þetta er auðvitað mikil áskorun en umfram allt skemmtilegt tækifæri sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Atli Freyr. DHL á Íslandi hafi gengið vel og náð markmiðum sínum á hörðum samkeppnismarkaði. Þekkingin á flutningamarkaðnum væri mjög góð og samkeppnishæf við það besta sem gerist erlendis.Flutningsnet DHL nær til yfir 220 landaDHL er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í flutningaþjónustu og er gjarnan nefnt „Flutningsfyrirtæki heimsins“. Sérfræðiþekking fyrirtækisins liggur einkum í alþjóðahraðflutningum og miðlun flug- og sjófraktar, landflutningum og vörustjórnun. Flutningsnet DHL, sem nær til yfir 220 landa og svæða og 310 þúsund starfsmanna um allan heim, veitir viðskiptavinum yfirburðagæði í þjónustu og þekkingu á heimamörkuðum og tekur tillit til margbreytilegra þarfa hvers svæðis. DHL tekur samfélagslega ábyrgð alvarlega og styrkir umhverfisvernd, neyðaraðstoð og menntun víðsvegar um heiminn. Ekki hefur verið ráðið í framkvæmdastjórastöðuna á Íslandi að svo stöddu en gengið verður frá ráðningu í upphafi nýs árs. Atli Freyr er kvæntur Önnu Svandísi Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Ráðningar Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira