Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Þorgeir Helgason skrifar 27. desember 2016 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir eðlilegt að skoða þurfi álögur á laun þingmanna í ljósi hækkunar á þingfarakaupi. vísir/ernir Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira