Retro Stefson gáfu út plötu á jólanótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 15:30 Retro Stefson er að hætta. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira