Lars Lagerbäck: Leikurinn við England sá auðveldasti á EM Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 11:06 Lars Lagerbäck og Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, á hliðarlínunni í Frakklandi. Hodgson hætti með enska liðið eftir tapið gegn Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira