Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill breytt verklag við veitingu ríkisborgararéttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 20:25 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“ Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“
Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira