Hætti sem blaðamaður á Mbl.is eftir að frétt var tekin úr birtingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 16:00 Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum. Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum.
Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00