Íslendingar sólgnir í skyndibita á aðventunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 13:38 Töluvert er um að Íslendingar nýti sér næli sér í skyndibita í aðdraganda jólanna. Hér sést Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, gæða sér á einum slíkum. Vísir/GVA Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“ Jólafréttir Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“
Jólafréttir Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira