Ítalski táningurinn Pietro Pellegri varð í gær yngsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi er hann kom inn á sem varamaður fyrir Genoa í 1-0 tapi fyrir Torino.
Pellegri er fimmtán ára og 80 daga en hann jafnaði þar með 80 ára met Amedeo Amadei sem var jafngamall þegar hann spilaði með AS Roma árið 1936.
15 - Pietro #Pellegri made his Serie A debut at the age of 15 years 280 days, equalling Amedeo Amadei's record. Prodigy. #TorinoGenoa
— OptaPaolo (@OptaPaolo) December 22, 2016
„Hann býr yfir miklum hæfileikum en við verðum að gæta þess að hann fái að taka út sinn þroska. Ég vil að hann verði frábær framherji fyrir Genoa,“ sagði Gasperini.
Gasperini hefur áður hlaðið lofi á hinn unga Pellegri. Þegar honum var úthlutað treyjunúmer í vor sagði hann:
„Ég er með hinn nýja Messi með mér. Ég vona bara að honum takist að halda sér rólegum og tileinka sér rétt hugarfar.“
Pellegri var fjórtán ára þegar Gasperino lét þessi orð falla.