Fullkomin jólaförðun með rauðum varalit Guðný Hrönn skrifar 22. desember 2016 10:15 Kolfinna Kristínardóttir með glæsilega jólaförðun þar sem rauðar varir eru í aðalhlutverki. Helga Karólína Karlsdóttir, eigandi verslunarinnar Coolcos, er á því að glamúrinn eigi að vera í fyrirrúmi þegar kemur að jólaförðuninni. Rauður varalitur og gerviaugnhár setja punktinn yfir i-ið. „Ég ákvað að gera mjög hefðbundna og einfalda förðun sem flestir gætu gert,“ segir Helga Karólína um jólaförðunina sem hún framkallaði fyrir lesendur. Meðfylgjandi eru skref fyrir skref leiðbeiningar og upplýsingar um þær vörur sem Helga notaði á fyrirsætuna Kolfinnu Kristínardóttur.Helga farðaði augun áður en hún bar meik og hyljara á húðina.„Ég byrjaði á því að undirbúa húðina vel því falleg húð er lykillinn að fallegri förðun. Ég hreinsaði húðina með Makeup Eraser, bar á hana gott rakakrem og augngelið No Old Bags Allowed frá Anatomicals,“ segir Helga um fyrstu skrefin. „Ég farðaði svo augabrúnirnar og augun á meðan kremið smaug inn í húðina. Ég byrja alltaf á að móta augabrúnirnar þar sem þær undirstrika augnsvæðið og þá finnst mér betra að farða augun, ég notaði Flawless Brow pallettuna í það og greiddi þær. Í þessa förðun notaði ég pallettuna Nude Tude frá The Balm á augun. Ég byrjaði á því að fara með ljósbrúna matta litinn Sultry við augnhárarót og blandaði upp á við, að augnbeininu. Síðan fór ég með dökkbrúna litinn Sleek og notaði hann að augnhárarót og blandaði upp að miðju. Til að fá smá mýkt í augnförðunina notaði ég brúna sanseraða litinn Seductive og blandaði í miðjuna á litunum tveim. Undir augin setti ég ljósbrúna litinn bara að miðju,“ útskýrir Helga. Hún lagði áherslu á að augnförðunin væri tiltölulega létt.Svona lítur förðunin út áður en augnhárin og varaliturinn eru sett á.Næsta skref var svo að strjúka yfir húðina undir augunum. Svo setti Helga góðan farðagrunn á húðina og því næst hyljara. „Ég nota alltaf hyljarann fyrst og síðan farða. Ég notaði Full Coverage Concealer 01 frá Dark Blond, hann setti ég undir augun, kringum nef og á rauð svæði. Síðan notaði ég farðann All Day Moist sem er rakagefandi farði frá danska merkinu Dark Blond, hann er án allra aukefna og ilmefna, hann gefur ljómandi og fallega áferð. Þar sem við viljum fá góða endingu á þessa hátíðarförðun skellti ég smá af steinefnapúðrinu frá Dark Blond létt yfir allt andlit. Síðan skyggði ég andlitið með skyggingarpúðrinu Bahama Mama, setti fallega highlighterinn Mary Lou Manizer ofan á kinnbein, á nefbroddinn, og rétt efst á varir. Highlighterinn setur alveg punktinn yfir i-ið. Því næst setti ég á matta kinnalitinn Argyle frá the Balm.“Augnhárin frá Lilly Lashes fullkomna augnförðunina.Helga setti svo stórglæsileg augnhár á fyrirsætuna. „Þetta eru augnhárin Tease úr Luxury-línunni frá Lilly Lashes. Svo bar ég maskarann frá Dark Blond á augnhárin og að lokum setti ég „eyedustið“ No money, no honey í augnkrókana og undir augun, að miðju.“Helga Karólína kennir lesendum réttu förðunartrixin.Til að fullkomna förðunina setti Helga rauðan varalit á Kolfinnu. „Rauðar varir setja alltaf glæsibrag á jólaförðunina. Ég notaði varablýantinn Spiced og varalitinn Adoring úr Meet Matt(e) Hughes-línunni, hann verður alveg mattur og helst á allt kvöldið.“ Helga mælir svo með að áhugasamir fylgist með þeim í Coolcos á samfélagsmiðlum undir notandanafninu coolcosiceland. Þar mun Helga sýna réttu handtökin þannig að allir ættu að geta tekið vel farðaðir á móti jólunum. Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól
Helga Karólína Karlsdóttir, eigandi verslunarinnar Coolcos, er á því að glamúrinn eigi að vera í fyrirrúmi þegar kemur að jólaförðuninni. Rauður varalitur og gerviaugnhár setja punktinn yfir i-ið. „Ég ákvað að gera mjög hefðbundna og einfalda förðun sem flestir gætu gert,“ segir Helga Karólína um jólaförðunina sem hún framkallaði fyrir lesendur. Meðfylgjandi eru skref fyrir skref leiðbeiningar og upplýsingar um þær vörur sem Helga notaði á fyrirsætuna Kolfinnu Kristínardóttur.Helga farðaði augun áður en hún bar meik og hyljara á húðina.„Ég byrjaði á því að undirbúa húðina vel því falleg húð er lykillinn að fallegri förðun. Ég hreinsaði húðina með Makeup Eraser, bar á hana gott rakakrem og augngelið No Old Bags Allowed frá Anatomicals,“ segir Helga um fyrstu skrefin. „Ég farðaði svo augabrúnirnar og augun á meðan kremið smaug inn í húðina. Ég byrja alltaf á að móta augabrúnirnar þar sem þær undirstrika augnsvæðið og þá finnst mér betra að farða augun, ég notaði Flawless Brow pallettuna í það og greiddi þær. Í þessa förðun notaði ég pallettuna Nude Tude frá The Balm á augun. Ég byrjaði á því að fara með ljósbrúna matta litinn Sultry við augnhárarót og blandaði upp á við, að augnbeininu. Síðan fór ég með dökkbrúna litinn Sleek og notaði hann að augnhárarót og blandaði upp að miðju. Til að fá smá mýkt í augnförðunina notaði ég brúna sanseraða litinn Seductive og blandaði í miðjuna á litunum tveim. Undir augin setti ég ljósbrúna litinn bara að miðju,“ útskýrir Helga. Hún lagði áherslu á að augnförðunin væri tiltölulega létt.Svona lítur förðunin út áður en augnhárin og varaliturinn eru sett á.Næsta skref var svo að strjúka yfir húðina undir augunum. Svo setti Helga góðan farðagrunn á húðina og því næst hyljara. „Ég nota alltaf hyljarann fyrst og síðan farða. Ég notaði Full Coverage Concealer 01 frá Dark Blond, hann setti ég undir augun, kringum nef og á rauð svæði. Síðan notaði ég farðann All Day Moist sem er rakagefandi farði frá danska merkinu Dark Blond, hann er án allra aukefna og ilmefna, hann gefur ljómandi og fallega áferð. Þar sem við viljum fá góða endingu á þessa hátíðarförðun skellti ég smá af steinefnapúðrinu frá Dark Blond létt yfir allt andlit. Síðan skyggði ég andlitið með skyggingarpúðrinu Bahama Mama, setti fallega highlighterinn Mary Lou Manizer ofan á kinnbein, á nefbroddinn, og rétt efst á varir. Highlighterinn setur alveg punktinn yfir i-ið. Því næst setti ég á matta kinnalitinn Argyle frá the Balm.“Augnhárin frá Lilly Lashes fullkomna augnförðunina.Helga setti svo stórglæsileg augnhár á fyrirsætuna. „Þetta eru augnhárin Tease úr Luxury-línunni frá Lilly Lashes. Svo bar ég maskarann frá Dark Blond á augnhárin og að lokum setti ég „eyedustið“ No money, no honey í augnkrókana og undir augun, að miðju.“Helga Karólína kennir lesendum réttu förðunartrixin.Til að fullkomna förðunina setti Helga rauðan varalit á Kolfinnu. „Rauðar varir setja alltaf glæsibrag á jólaförðunina. Ég notaði varablýantinn Spiced og varalitinn Adoring úr Meet Matt(e) Hughes-línunni, hann verður alveg mattur og helst á allt kvöldið.“ Helga mælir svo með að áhugasamir fylgist með þeim í Coolcos á samfélagsmiðlum undir notandanafninu coolcosiceland. Þar mun Helga sýna réttu handtökin þannig að allir ættu að geta tekið vel farðaðir á móti jólunum.
Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól