Fjárlaganefnd setur 12 milljarða ofan á fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira