Kærður til lögreglu og gat ekki sótt mikla peninga til Dúbaí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2016 13:30 Hinrik Ingi Óskarsson varð af um 7000 dollurum í Dúbaí. mynd/hinrik ingi Hinrik Ingi Óskarsson, sem sviptur var Íslandsmeistaratitli í Crossfit fyrir rúmum þremur vikum, hefur verið kærður til lögreglu af lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands vegna hótana Hinriks í garð tveggja starfsmanna lyfjaeftirlitsins sem hugðust framkvæma lyfjapróf. Eins og fram hefur komið neitaði Hinrik Ingi að gangast undir lyfjapróf og sömu sögu var að segja um Berg Sverrisson sem hafnaði í öðru sæti. Settir í bann Óhætt er að segja að uppákoman í Digranesi hafi verið hin undarlegasta því Hinrik og Bergur voru báðir sæmdir verðlaunum sínum eftir að hafa neitað að gangast undir lyfjaprófið. Síðar um kvöldið var svo greint frá því að Hinrik og Bergur hefðu verið sviptir verðlaununum og settir í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum hér á landi.Nú er málið á borði lögreglu og staðfestir Hinrik Ingi í samtali við Vísi að tekin hafi verið skýrsla af honum vegna málsins. Hann eigi þó ekki von á því að málið fari neitt lengra miðað við orð lögreglumanna í skýrslutökunni. Hinrik gerði upp helgina í viðtali við Vísi og sömuleiðis í Akraborginni eftir Íslandsmótið. Þar þvertók hann fyrir að hafa hótað einum né neinum í tengslum við lyfjaprófið. Hann hefði tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanni en það hefði verið allt og sumt. Hann væri ekki af baki dottinn og væri á leiðinni til keppni á Crossfit-móti í Dúbaí um tveimur vikum síðar. Missti af 800 þúsund krónum Svo fór hins vegar að Hinrik Ingi keppti ekki á mótinu í Dúbaí og varð af um 7000 dollurum, um átta hundruð þúsund krónum, sem hann hafði unnið sér inn með því að öðlast keppnisrétt. Hinrik mætti hins vegar aldrei til Dúbaí og var því ekki á svæðinu þegar nafn hans var lesið upp fyrsta daginn. Hinrik segir í samtali við Vísi að það hafi hins vegar ekkert tengst lyfjaprófum í Dúbaí. Þvert á móti hefði hann einmitt vilja fara til Dúbaí og gangast undir lyfjapróf til að sanna að hann væri ekki á sterum. Upp hafi komið vandamál með vegabréf hans þegar halda átti frá Amsterdam til Dúbaí. Innan við hálft ár hafi verið eftir af gildistíma vegabréfsins og hann hafi því ekki getað flogið til Dúbaí. „Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik en ljóst er að tveggja ára bannið hefur haft mikil áhrif á Hinrik enda snýst líf hans um Crossfit. Hann sér eðlilega á eftir peningunum og sömuleiðis þeim sem fóru í flug og gistingu en ekkert af því fékkst endurgreitt. Það séu þó smámunir samanborið við að hafa misst af tækifærinu til að keppa, fara í lyfjapróf og sanna sakleysi sitt. CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Hinrik Ingi Óskarsson, sem sviptur var Íslandsmeistaratitli í Crossfit fyrir rúmum þremur vikum, hefur verið kærður til lögreglu af lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands vegna hótana Hinriks í garð tveggja starfsmanna lyfjaeftirlitsins sem hugðust framkvæma lyfjapróf. Eins og fram hefur komið neitaði Hinrik Ingi að gangast undir lyfjapróf og sömu sögu var að segja um Berg Sverrisson sem hafnaði í öðru sæti. Settir í bann Óhætt er að segja að uppákoman í Digranesi hafi verið hin undarlegasta því Hinrik og Bergur voru báðir sæmdir verðlaunum sínum eftir að hafa neitað að gangast undir lyfjaprófið. Síðar um kvöldið var svo greint frá því að Hinrik og Bergur hefðu verið sviptir verðlaununum og settir í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum hér á landi.Nú er málið á borði lögreglu og staðfestir Hinrik Ingi í samtali við Vísi að tekin hafi verið skýrsla af honum vegna málsins. Hann eigi þó ekki von á því að málið fari neitt lengra miðað við orð lögreglumanna í skýrslutökunni. Hinrik gerði upp helgina í viðtali við Vísi og sömuleiðis í Akraborginni eftir Íslandsmótið. Þar þvertók hann fyrir að hafa hótað einum né neinum í tengslum við lyfjaprófið. Hann hefði tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanni en það hefði verið allt og sumt. Hann væri ekki af baki dottinn og væri á leiðinni til keppni á Crossfit-móti í Dúbaí um tveimur vikum síðar. Missti af 800 þúsund krónum Svo fór hins vegar að Hinrik Ingi keppti ekki á mótinu í Dúbaí og varð af um 7000 dollurum, um átta hundruð þúsund krónum, sem hann hafði unnið sér inn með því að öðlast keppnisrétt. Hinrik mætti hins vegar aldrei til Dúbaí og var því ekki á svæðinu þegar nafn hans var lesið upp fyrsta daginn. Hinrik segir í samtali við Vísi að það hafi hins vegar ekkert tengst lyfjaprófum í Dúbaí. Þvert á móti hefði hann einmitt vilja fara til Dúbaí og gangast undir lyfjapróf til að sanna að hann væri ekki á sterum. Upp hafi komið vandamál með vegabréf hans þegar halda átti frá Amsterdam til Dúbaí. Innan við hálft ár hafi verið eftir af gildistíma vegabréfsins og hann hafi því ekki getað flogið til Dúbaí. „Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik en ljóst er að tveggja ára bannið hefur haft mikil áhrif á Hinrik enda snýst líf hans um Crossfit. Hann sér eðlilega á eftir peningunum og sömuleiðis þeim sem fóru í flug og gistingu en ekkert af því fékkst endurgreitt. Það séu þó smámunir samanborið við að hafa misst af tækifærinu til að keppa, fara í lyfjapróf og sanna sakleysi sitt.
CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45
Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01
Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46
Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00