Takk fyrir, borgarstjórn Ellert B. Schram skrifar 21. desember 2016 00:00 Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar