Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 06:30 Mjaldur í dýragarði. Merlin Entertainments á þrjá slíka en vilja koma þeim í náttúrulegra umhverfi. vísir/getty Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira