Tíu bestu bílarnir 2016 Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 16:11 Ford Focus RS. Þeir hjá Autoexpress prófuðu margan nýjan bílinn á þessu ári og hafa nú valið þá sem þeim þóttu standa uppúr. Fyrstan er að nefna Ford Focus RS kraftadverginn sem felur 300 hestöfl undir húddinu, er fjórhjóladrifinn og þykir að auki með gríðargóða aksturshæfni. Hann virðist hafa slegið við öðrum smáum kraftabíl sem kom einnig nýr þetta árið, eða Honda Civic Type R með 306 hestöfl í farteskinu. Næstan nefna þeir Fiat 124 Spider sem þó er ekki með nema 138 hestafla vél en afburða aksturshæfni og hefur hann sigur yfir öðrum frábærum sambærilegum bíl sem reyndar er framleiddur samhliða Fiatnum, þ.e. Mazda MX-5. Næstur í röðinni er nefndur Range Rover Evoque Convertible og fær hann náð vegna góðra akstureiginleika og frábærs frágangs að innan. Hann þykir þó óheyrilega dýr og kostar um 50.000 dollara í Bandaríkjunum. Jaguar F-Pace jepplingurinn hlýtur einnig náð fyrir Autoexpress mönnum og það framyfir Porsche Macan þrátt fyrir að hafa örlítið verri aksturseiginleika en fær vinninginn sökum vegna útlitsins. Ekki væru allir alveg sammála því. Alfa Romeo Giulia fékk hæstu einkunnina í samkeppninni við BMW þristinn, Mercedes Benz C-Class og Audi A4 vegna allt í senn aksturseiginleika, útlits og frágangs og frábærra bensín- og dísilvéla. Auk þess fékk Quadrifoglio útgáfa hans frábæra dóma og þar kominn bíll sem meira að segja slær við BMW M3 bílnum. Audi Q2 jepplingurinn líkaði einnig frábærlega fyrir bæði innri frágang og aksturseiginleika, sem og lágt verð og mikið val véla. Ný kynslóð Porsche Panamera er einnig í hópnum og loks líkaði mönnum útlit hans, frábært úrval vélarkosta og frábær frágangur að innan, auk frábærra akstureiginleika. Dísilútgáfa Panamera er sneggri bíll heims með dísilvél. Renault Scenic fjölnotabíllinn er aðeins annar bíllinn sem fékk náð fyrir Autoexpress mönnum, auk Fiat 124 Spider, en hann þykir afar fallega hannaður, vel búinn nýjustu tækni og með mikið pláss. Hann þykir betri en flestir jepplingar sem nú eru á markaðnum að þeirra mati. Ný kynslóð Audi Q5 er annar bíll Audi sem nær inná þennan lista og þykir hann einkar vel búinn og vandaður bíll sem leysir af hólmi einnig góða fyrri kynslóð bílsins. Sá síðasti á þessum lista er svo Aston Martin DB11 og líklega sá langdýrasti. Hann er enginn kettlingur með sína 5,2 lítra V12 vél með 700 Nm tog og ógnarkraft. Hann þykir með yfirburða akstureiginleika, þægindi og glæsileika og einn fallegasti bíll heimsins í dag.Fiat 124 SpiderRange Rover Evoque Convertible.AutoblogJaguar F-Pace.Alfa Romeo Giulia.Audi Q2.Porsche Panamera.Renault Scenic.Audi Q5. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Þeir hjá Autoexpress prófuðu margan nýjan bílinn á þessu ári og hafa nú valið þá sem þeim þóttu standa uppúr. Fyrstan er að nefna Ford Focus RS kraftadverginn sem felur 300 hestöfl undir húddinu, er fjórhjóladrifinn og þykir að auki með gríðargóða aksturshæfni. Hann virðist hafa slegið við öðrum smáum kraftabíl sem kom einnig nýr þetta árið, eða Honda Civic Type R með 306 hestöfl í farteskinu. Næstan nefna þeir Fiat 124 Spider sem þó er ekki með nema 138 hestafla vél en afburða aksturshæfni og hefur hann sigur yfir öðrum frábærum sambærilegum bíl sem reyndar er framleiddur samhliða Fiatnum, þ.e. Mazda MX-5. Næstur í röðinni er nefndur Range Rover Evoque Convertible og fær hann náð vegna góðra akstureiginleika og frábærs frágangs að innan. Hann þykir þó óheyrilega dýr og kostar um 50.000 dollara í Bandaríkjunum. Jaguar F-Pace jepplingurinn hlýtur einnig náð fyrir Autoexpress mönnum og það framyfir Porsche Macan þrátt fyrir að hafa örlítið verri aksturseiginleika en fær vinninginn sökum vegna útlitsins. Ekki væru allir alveg sammála því. Alfa Romeo Giulia fékk hæstu einkunnina í samkeppninni við BMW þristinn, Mercedes Benz C-Class og Audi A4 vegna allt í senn aksturseiginleika, útlits og frágangs og frábærra bensín- og dísilvéla. Auk þess fékk Quadrifoglio útgáfa hans frábæra dóma og þar kominn bíll sem meira að segja slær við BMW M3 bílnum. Audi Q2 jepplingurinn líkaði einnig frábærlega fyrir bæði innri frágang og aksturseiginleika, sem og lágt verð og mikið val véla. Ný kynslóð Porsche Panamera er einnig í hópnum og loks líkaði mönnum útlit hans, frábært úrval vélarkosta og frábær frágangur að innan, auk frábærra akstureiginleika. Dísilútgáfa Panamera er sneggri bíll heims með dísilvél. Renault Scenic fjölnotabíllinn er aðeins annar bíllinn sem fékk náð fyrir Autoexpress mönnum, auk Fiat 124 Spider, en hann þykir afar fallega hannaður, vel búinn nýjustu tækni og með mikið pláss. Hann þykir betri en flestir jepplingar sem nú eru á markaðnum að þeirra mati. Ný kynslóð Audi Q5 er annar bíll Audi sem nær inná þennan lista og þykir hann einkar vel búinn og vandaður bíll sem leysir af hólmi einnig góða fyrri kynslóð bílsins. Sá síðasti á þessum lista er svo Aston Martin DB11 og líklega sá langdýrasti. Hann er enginn kettlingur með sína 5,2 lítra V12 vél með 700 Nm tog og ógnarkraft. Hann þykir með yfirburða akstureiginleika, þægindi og glæsileika og einn fallegasti bíll heimsins í dag.Fiat 124 SpiderRange Rover Evoque Convertible.AutoblogJaguar F-Pace.Alfa Romeo Giulia.Audi Q2.Porsche Panamera.Renault Scenic.Audi Q5.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent